Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um notkun/kaup á þjónustu á vefnum www.flugrettur.is.

  1. Eigandi og rekstraraðili Flugrettur.is er Réttindi slf. Til einföldunar verður talað um „Flugrettur.is“ í skilmálum þessum.
  2. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Flugrettur.is annars vegar og notanda þjónustu hins vegar. Notandi er einstaklingur sem óskar eftir og nýtir þjónustu í gegnum vefinn www.flugrettur.is.
  3. Með skráningu og samþykki á skilmálum Flugrettur.is, fer notandi fram á að Flugrettur.is annist innheimtu bóta vegna m.a. tafa á flugi, seinkunar á flugi, neitunar á flugfari, yfirbókunar flugs, tjóns eða seinkunar á farangri, taps á tengiflugi eða vegna annarra sambærilegra atvika.
  4. Flugrettur.is innheimtir bætur vegna tilvika sem lýst er í 3. gr., á grundvelli reglugerðar Evrópusambandsins nr. 261/2004, sbr. 1048/2012, lögum um loftferðir nr. 60/1998 og skaðabótalögum nr. 50/1993, sem og öðrum viðeigandi réttarheimildum.
  5. Notendur á þjónustu Flugrettur.is, samþykkja að veita Réttindi slf., fullt og ótakmarkað umboð til að afla allra gagna og upplýsinga frá opinberum aðilum, fyrirtækjum sem kunna að eiga hlut að máli, leggja fram bótakröfu, semja um bætur, taka við bótum og eftir atvikum höfða dómsmál ef þörf er á vegna innheimtu bóta vegna tilvika sem nefnd eru í 4. gr.
  6. Þóknun Flugrettur.is nemur 20% af greiddum bótum að viðbættum virðisaukaskatti. Fáist engar bætur greiddar, greiðir notandi enga þóknun, í málum notenda sem ekki hefur verið stefnt fyrir dóm með sérstöku samþykki notanda.
  7. Þrátt fyrir að Flugrettur.is sé heimilt að sækja bætur úr hendi flugfélags fyrir dómstólum, skal Flugrettur.is fá sérstakt samþykki frá notanda vegna höfðunar slíks dómsmáls. Tapist dómsmál sem höfðað er og gagnaðila dæmdur til málskostnaðar fellur hann á notanda.
  8. Notandi greiðir gjald vegna þingfestingar dómsmáls auk stefnubirtingargjalds.
  9. Greiddar bætur eru lagðar inn á fjárvörslureikning Flugrettur.is og njóta þeirrar réttarverndar sem um slíka reikninga gilda.
  10. Notandi skal vera innan handar við meðferð hans máls hjá Flugrettur.is, m.a. útvega þau skjöl og gögn (s.s. farseðla, vegabréfsupplýsingar o.fl.) sem nauðsyn er á. Notandi ber sjálfur ábyrgð á því að þau gögn sem hann útvegar félaginu séu rétt og sönn. Notandi skuldbindur sig til þess að greina satt og rétt frá öllum þeim atriðum er snúa að málinu.
  11. Notandi síðunnar Flugrettur.is skuldbindur sig til þess að fela ekki þriðja aðila eða aðhafast sjálf/ur við innheimtu kröfunnar, eftir að hafa falið félaginu innheimtu hennar.
  12. Allar greiðslur bóta sem notandi kann að fá beint frá flugfélagi sínu, ber notanda að tilkynna Flugrettur.is um.
  13. Með samþykki á skilmálum þessum, lýsir notandi yfir því að hann sé lögráða og hafi fullan skilning á ákvæðum þeim sem koma fyrir í þessum skilmálum.
  14. Um samning þennan gilda íslensk lög og rísi ágreiningur um túlkun hans skal reka mál vegna þess ágreinings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

Skilmálar þessir eru að jafnaði endurskoðaðir einu sinni á ári eða þegar nauðsyn krefur.

Reykjavík 4. Maí 2022.

Flugréttur

Sími 555 5555
Netfang: flugrettur@flugrettur.is
Sundagarðar 2
104 Reykjavik 2 hæð

Fylgdu okkur á:

Viltu hver þinn flugréttur er?

Fylltu út umsókn